Jólinn

'i dag er miðvikudagurinn 17 sep en ég fór í bæinn í gær og allar búðir byrjaðar að setja upp jólakort og jólapappir svo ég reikna með að í næstu viku byrji þeir að skreyta svo eða þið fáið jólakort frá mér í okt þá ætla ég bara að vera snemma í því eins og bretarnir verð náttúrulega að taka upp þeirra siði víst ég by hér maður er ótrúlega fljótur að aðlagast ,eina sem ég á erfitt með hér er málið ég skil ekki helminginn af því sem þeir segja þeir nota ótrúlega mikið slangur og blóta allavega í öðruhverju orði vonandi tek ég þann sið ekki upp, en annars er bara allt við það sama vinna skóli og sofa.en má ekki gleima að segja ykkur þeir spyrja mjög oft hvort ekki sé kalt á Islandi og hvort ekki sé erfitt að ferðast um með allan þennan ís á landinu ég hélt að Island væri nafli alheimsinns og allir vissu einhvað um landið en það er mikill miskillningur.Munið nú eftir að kvitta í gestabókina og senda mér línu Kveðja frá grimsby Þura. 


Grimsby

Jæja nú ætti öllum að vera ljóst að ég á fullkomnustu og bestu börn og barnabarn í heiminum allavega tel ég það en það verður nóg að gera hjá mér í vetur Magnús fór á sína fyrstu æfingu með rubby liðinu í dag og fer beint í aðalliðið er að farast úr stolti en Haraldur harð neitaði að fara í rubby hann ætlar sko ekki að hlaupa mann og annan nyður hann gæti slasað einnhvern hann er svo góðhjartaðu hefur þetta ekki í sér svo hann tekur bara venjulegar íþróttir enda maðurinn búinn að hreifa sig nóg hann labbar nú í skólan og heim aftur, og svo er það hún Aníta mín sem er byrjuð að æfa fótbolta og er að sjálfsögðu best í liðinu svo ég verð öruglega á vellinum í allan vetur þegar ég er ekki að aðstoða Dísu við að plana brúðkaupið vonandi fæ ég að hjálpa einnhvað.Jæja þetta verður víst að duga í kvöld gott að komast eitt kvöld heim kl 10.Bið að heilsa öllum Þura

Mánudagur

Jæja kominn mánudagur og vona að allir séu búnir að melta fréttirnar en það eru nú bara 10 mánuðir í þetta og allir byrjaðir að plana sumarfrý til Grimsbyar vona ég en nóg um það en verð auðvita að tala um prinsana mína en þeir áttu að vera í aðlögun í skólanum 2 vikur en voru bara í 3 daga byrjuðu með bekkjunum sínum á fimmtudag reyndar er þetta eins og í frammhaldsskólum þú ert aldrei í sömu stofuni eða með öllum bekknum þetta er þú ert í 103 í frönsku og kannski 102 í þysku þegar þau eru kominn í 9 bekk en eiga samt 3 ár eftir þá er byrjað að undirbúa þau undir frammhaldsskóla en því miður er enn lítið af krökkum hér sem fara í frammhaldsnám en þetta er þó að breytast og hópurinn stækkar með hverju ári en samt alltof fáir ennþá reyndar verða krakkarnir sjálfráða hér 16 ára svo eftir því verður Haraldur sjálfráða eftir 2 mánuði en glætan tek það ekki í mál.Kveðja Þura og prinsarnir.   

Brúðkaup

Hér koma fréttirnar hann Robby fór á hné í gær og bað Dísu um að giftast sér og hún sagði já svo þau eru trúlofuð og ætla að gifta sig í júlí næsta sumar en hverjum hefði dottið þetta í hug ekki hvarlaði þetta af mér en húrra og til hamingju.

En þið getið seð myndir af hringnum.


Stór dagur

Jæja nyr dagur runnin upp og stór dagur hjá fjölskyldunni verð því miður að bíða með fréttirnar þar til seinna í dag en lofa stór fréttum svoþið verðið bara að vera dugleg að kíkja á bloggið.Kveðja Þura.

Grimsby

Loksins kominn helgi ætla nú bara að vera í fryi þessa helgi við þurfum að fara í bæinn og kaupa íþrótta föt fyrir skólan en þeir þurfa að vera í sestökum íþróttafötum því þeir eru að fara í rubby hafa öruglega verði settir í það vegna þess að þeir eru stórir og stæðilegi á miða við skólafélaganna´.Báðir búnir að fá stundatöflu sem ég er enn að reyna að lesa úr en stundataflan er student passport eða þykk bók sem allt er allt er sett í sem þeir eiga að læra í vetur og kennari  skrifar í hana á hverjum degi hvernig gekk. En Haraldur er í history og kennarinn skilur ekkert hvað Halli veit mikið um Breska sögu en Halli hefur stúderað sögu Bretlands og ameríku í mörg mörg ár og veit ótrúlega mikið, en hann lærir líka frönsku sem er skilda hér og trúabrögð og verkfræði en annas bara það sama og heima nema enginn Danska. En Magnús ætlar að taka tónlistarfræði er svo ánægð með það því strákurinn hefur mikla hæfileika og er byrjaður að spila á trommur aftur en hann hefur þessa hæfileika að sjálfsögðu frá mér en annas eru þeir bara mjög ánægðir með skólan en finnst svolítið mikið af frímínútum en það breytist nú þegar þeir eru búnir að vera nokkrar vikur.Jæja bið að heilsa öllum heima kveðja Þura 

Grimsby

Héðan úr Englandinu er all gott að frétta held að það sé að hlyna aftur en það var skít kalt í gær.Allt komið í rétta skorður strákarnir í skólan og ég að vinna bara alveg eins og heima.Fór með Dísu í morgun að skrá okkur hjá læknir svo það er meiri pappírsvinna frammundan er búinn með öll tréin hérna í Grimsby.En vill bara minna ykkur á að Sigga á afmælið á morgunn svo til hamingju með daginn.'Astakveðjur til allra Þura

Fyrsti skóladagurinn

Fyrsti skóladagurinn hjá prinsunum mínum lokið og voru þeir bara mjög ánægðir með hann en fyrstu 2 vikurnar eru þeir í aðlögun með hinum útlendingunum það tekur nú bara 2 vikur að rata um skólan en þeir lögðu af stað í skólan kl 7;30 slólinn byrjar 8;3o en þeir eru 40 mínótur að labba hér er sko eingum skutlað bara nota fæturnar það var ekkert nöldrað því ég er lóka 40 mínutur að labba í vinnuna og mér finnst æðislegt að labba bara hefði aldrei hvarlað af mér að labba heima en tímarnir breitast guð sé lof jæja nú er kl 2 hjá mér og löngum vinnudegi lokið þarf að vakna 6;30 með prinsunum svo góða nótt Kveðja Þura.


Gestabók

Það má allveg skrifa í gestabókinna.

Sólríkur sunnudagur

Hér í Grimsby er sólinn loksins farinn að skína aftur ,ég fór eldsnemma út í morgunn í morgunnmat til Dísu og Robby auðvita ekta enskan hrikalega gott, í gær fórum við ég Dísa og Robby á verlauna afhendingu fyrir Pílukast og auðvita vann Robby og hanns lið fullt af bikurum þetta var mjög skemmtileg verlauna afhending einginn ræðuhöld bara sýndur frábær kabarett og sungið og dansað og við tókum náttúrulega fullt af myndum sem verða fljótlega settar inn eða þegar Dísa kemst á fætur.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband