Grimsby

Jæja nú veit ég hvað ég á að segja við bretana ef þeir fara einnhvað að bögga mig út af öllum þessum peningum sem þeir töpuðu á klakanum þetta var allt þeim að kenna þeir settu okkur á hausinn með einhverju rugl tali um Islensku bankanna það gat ekki verið að við Islendingar ætluðum að taka ábyrgð á þessu sjálf nei nei við fynnum alltaf einhvern til að skammast útí og byrjum bara upp á nýtt því þetta hrun var bretum að kenna held reyndar að tími sé til að skoða okkur sjálf og hvað við gerðum vitlaust svo það gerist ekki aftur og viðurkenna að við gerðum mistök en jæja hef náttúrulega ekkert vit á þessu rugli hef aldrei á neinar milljónir,annars allt gott að frétta héðan frá Grimsby Baugsbúðirnar standa enn sem betur fer bið að heilsa öllum heima.Þura

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég er sammála þér um sjálfsgagnrýnina, hana hefur skort, við höfum anað áfram og talið okkur trú um að við værum mest og best.Ætli við höfum ekki aðeins gleymt að skapa okkur velvilja í leiðinni? Gæti trúað því.

Forsetinn okkar hefur reyndar tekið dyggilega þátt í þeim áróðri.

Gamla máltækið segir: Dramb er falli næst. 

Sannast það ekki núna á okkur?

Greta Björg Úlfsdóttir, 16.10.2008 kl. 07:37

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þá meina ég þeim áróðri að við værum svo stórkostleg, ekki að við ættum að ávinna okkur velvild meðal annarra þjóða, eyjarskeggjarnir.

Greta Björg Úlfsdóttir, 16.10.2008 kl. 07:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband