Færsluflokkur: Bloggar

Grimsby

Ég vona að þið heima séuð ekki fennt í kaf það er bara okt hér var reyndar helvítis rok í gærkveldi þegar ég labbaði heim úr vinnuni það hefur öruglega komið frá ykkur þarna á klakanum en annars bara allt gott strákarnir komnir í viku vetrarfrí svo þarf ekkert að vakna kl 6 alla næstu viku.Vonandi lagast veðrið kveðja Þura


Grimsby

Gott að heyra að allt gengur vel hjá ykkur Asdís vonandi batnar þér þó fljótt hér er orðið solítið kalt hitin komin nyður í15 stig og mér fynnst skít kalt en ætti ekkert að vera að kvarta á meðan það snjóar ekki en annars allt gott héðan vinna og sofa og sitja við tölvunna og´næstum  4 mánuðir og okkur ekki enn farið að leiðast eða sakna fjallana.Kveðja Þura 

Grimsby

Jæja er enn á lífi er búinn að vera hálf slöpp alla helginna fékk leiðindar kvef og hálsbólgu en er að hressast það er svo helvítið kalt í vinnuni en búið að vera ótrúlega gott veður.En fékk góðar fréttir úr skólanum kennararnir eru mjög ánægðir með strákana og eru nokkuð vissir um að þeir nái öllum prófum nema kanski frönskuna þem vantar allveg 1 og 2 ár sem krakkarnir eru búnir að læra en það er allt í lagi það kemur en var að hlusta á Harald tala við vin sinn í símann en skildi ekki orð því hann er farinn að tala þessa hræðilegu Bresku ótrúlegt hvað þessir krakkar aðlagast Breskuni fljótt er rétt að byrja að skilja eitt og eitt orð.Annars allt bara í góðu hér hjá okkur bið að helsa kveðja Þura  

 

 

 


Afmæliskveðjur

Í dag eiga frændur mínirá Ísafirði Hermann og Rúnar 19 ára afmælið og við viljum senda þeim afmælis og saknaðar kveðjur sjáumst vonandi fljótlega eruð velkomnir í heimsókn. Kveðja Þura Halli og Magnús Grimsby                                      

Grimsby

góðan daginn góðir Isledingar er búinn að hugsa mikið um þessa deilu milli okkar og Breta og hvar hundurinn liggi eiginlega grafinn og er kominn að niðurstöðu held að stjórnmálamenn og okkar góðu fjármálamenn sem settu ökkur á hausinn með réttu eru að fela einnhvað fyrir þjóðinni og nota hvert tækifæri til að halda okkur við hvað Bretarnir gerðu svo þjóðinn fari ekki að spyrja óþæiginlegar spurningar núna vilja þeir ekki Breska eftirlitsveit og það var Bretum að kenna að við fengum ekki kosningu í einnhvað ráð sem skiptir eingu máli á miða við hvernig komið er fyrir ökkur Isledinga ættu ráðamenn þjóðarinnar ekki að einbeita sér að Islandi og laga ástandið þar frekar og hætta þessu kjaftæði en nei nei hinn Islenski verkamaður borgar bara útrás nokkura manna sem hafa í raun eyðilagt mannorð okkar Isledinga en ekki Bretar eða einhverjar aðrar þjóðir en ekki les ég um það í þessum blöðum er kanski orðin svona Bresk eftir að hafa búið hér í næstum 4 mánuði held ekki er heldur ekki stolt af því hvernig íslensku ráðamenn haga sér eru reyndar ekkert betri en Bresku ráðamennirnir þeir eru báðir að fela einnhvað.Annas allt gott að frétta af okkur hér í Grimsby ennþá gott veður og ´strákarnir ánægðir í skólanum og fá mjög góða hjálp þótt þeir séu Islenskir en bið að heilsa öllum stoltum Isledingum Kveðja Þura


Grimsby

Héðan úr Grimsby er allt gott að frétta ennþá yndislegt veður laufinn byrjuð að falla af trjánum ótrúlega fallegt er að jafna mig af áfalli miðvikudagsins og enn eru allir mjög hjálplegir og allmennilegir þótt við séum Islensk fór reyndar í tekk í gær vegna blóðþrystings hann var svolítið hár svo ég var send í meira tekk hjartalínurit og blóðprufur og þegar það var búið alltsaman hélt ég náttúrulega að ég mundi þurfa að borga stórar fjárhæðir eins og heima en nei nei allt frítt svo blóðþrystingurinn hefur öruglega lækkað við það sama en kannski var þetta frítt afþví ég er Islensk og þeir vita náttúrulega að við Isledingar eigum enga peninga lengur.Kveðja Þura

Grimsby

Jæja gott fólk héðan úr Grimsby eru ekki góðar  fréttir er eiginlega ennþá í sjokki eftir fréttir gærdagsins 520 mans að missa vinnuna vegna þess að Bakkavör ætlar að loka verksmiðjuni sinni hér ,en við sem búum hér verðum að taka því og bretta upp ermarnar og láta þetta áfall ekki buga okkur en vonandi fylgja ekki fleiri fyrirtæki í kjölfarið og áfram verði gott að búa hér. En annars af okkur allt gott að frétta erum að byrja að undirbúa hrekkjavökuna með öllu tilheyrandi skreyta húsið með allskonar hrekkjadóti en jæja verð víst að hætta er mjög upptekin eins og vanalega kveðja Þura


Grimsby

Jæja nú veit ég hvað ég á að segja við bretana ef þeir fara einnhvað að bögga mig út af öllum þessum peningum sem þeir töpuðu á klakanum þetta var allt þeim að kenna þeir settu okkur á hausinn með einhverju rugl tali um Islensku bankanna það gat ekki verið að við Islendingar ætluðum að taka ábyrgð á þessu sjálf nei nei við fynnum alltaf einhvern til að skammast útí og byrjum bara upp á nýtt því þetta hrun var bretum að kenna held reyndar að tími sé til að skoða okkur sjálf og hvað við gerðum vitlaust svo það gerist ekki aftur og viðurkenna að við gerðum mistök en jæja hef náttúrulega ekkert vit á þessu rugli hef aldrei á neinar milljónir,annars allt gott að frétta héðan frá Grimsby Baugsbúðirnar standa enn sem betur fer bið að heilsa öllum heima.Þura

Grimsby

Hér í Grimsby er allt við það sama sumarveður í gær var sól og 18 stiga hiti og allt í rólegheitum gerðum sosem ekkert nema fórum náttúrulega í bæinn og baugsbúðirnar standa ennþá vonandi verða þær áfram flottar búðir en það bætist alltaf í jóladótið svo hér verður bráðum mjög jólalegt vonandi samt einginn snjór get allveg verið á hanns en Iris til hamingju með daginn í gær gleymdi því ekkert var vonandi ekki að missa af svaka veislu það verður bara haldið upp á öll afmæli þegar ég kem í heimsókn eða þið komið í heimsókn. kveðja Þura

Grimsby

Jæja komin aftur hafði ekki tíma til að skrifa í gær var að lesa öll blöðin hér um Island það tók sko tíma annars allt gott að frétta sumarveður og blyða en næsta vika er próf vika hjá strákunum og það eru mjög strángar reglur hér í prófunum engar töskur og enginn pennaverski bara einhvað til að skrifa með og hér má engin fara út úr bekknum fyrr en próftímin er liðinn reyndar er skólin bara búinn að vera í einn og hálfan mánuð svo prófinn eru svolítið snemma en vonandi gengur þetta vel en verð að fara að hjálpa Magnúsi allur heimalærdómur fer í gegn um netið hann er aðeins að ströglast með Enskuna en það er allt að koma og gengur vonum framar.Kveðja Þura

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband